Bestu leiðirnar til að finna ódýr flug
Það eru nokkrar leiðir til að finna flug á besta verðinu.
Við höfum tekið saman helstu flug leitar síðurnar hér. Þær eru flestar mjög svipaðar þar sem hægt er að skoða mánaðar yfirlit af verðum, skoða verðsöguna, fá tilkynningar ef verðið breytist á ákveðnu flugi, sía eftir verði, tíma, beinu flugi eða milli lendingar o.s.frv.
Skyscanner, Google Flights, Kiwi og DoHop eru vinsælustu valkostirnir:
Skyscanner
Það sem er mjög skemmtilegt við Skyscanner er að þar er hægt að leita eftir flugi hvert sem er eða "Explore everywhere" í stað þess að velja ákveðin stað ef maður er ekki viss hvert maður vill fara næst og er bara í leit að hentugasta fluginu.
Skoða Skyscanner

Google Flights
Ef maður er að fylgjast með ákveðnu flugi fyrir ákveðna dagsetningu að þá er google flight mjög gott. Þar er hægt að skoða verðsöguna fyrir flugið en einnig hægt að velja um að fá sent email tilkynningu ef verðbreytingar verða á fluginu.
Skoða Google Flights

Kiwi
Að leita að flugi hvert sem er og hvenær sem er, er mjög þægilegt á síðunni hjá Kiwi. Þar er til dæmis hægt að velja brottfarastað og áfangastað og sjá næsta beina flug þangað. En það er líka mjög vinsælt að finna góð tengiflug þar inná.
Skoða Kiwi

DoHop
DoHop er íslenskt fyrirtæki og góður kostur fyrir þá sem finnst betra að hafa allt viðmótið á íslensku og leita að flugi með ákveðnum síum.
Skoða DoHop




