Óskaðu eftir leigu á flakkinu
Ert þú á leið í nám erlendis? Bauðst þér starf úti? Eða viltu einfaldlega eyða vetrinum fjarri Íslandi, kannski á Spáni eða í einhverri heillandi borg í Evrópu? ☀️
Stóra spurningin þegar maður ákveður að flytja er auðvitað:
Hvar á ég að búa?
Hvar finn ég húsnæði til leigu, eða fólk til að deila íbúð með?

Hér á Flakkinu getur þú auðveldlega sett inn auglýsingu þar sem þú óskar eftir leigu, hvort sem þú ert að leita að húsnæði fyrir þig og fjölskylduna eða til að deila með öðrum.
Ef þú ert á leið í nám úti þá gæti mögulega einhver sem er í sama skóla og þú ert að fara í eða býr í sömu borg, séð auglýsinguna þína og haft samband beint við þig ef þau eru með auka herbergi til leigu, eða líka í sömu stöðu í leit af húsnæði. Þar sem það er mjög algengt að deila íbúð með öðrum þegar maður býr úti.
Nú eða, ef þú ert í leit að húsnæði fyrir þig og fjölskylduna gæti einhver vitað um húsnæði á lausu og haft samband við þig.

Allt á einum stað, einfalt og þægilegt
Þú býrð einfaldlega til aðgang, skrifar stutta lýsingu og velur hvernig þú vilt að fólk hafi samband við þig, í gegnum síma, netfang eða Facebook.
Það kostar ekkert að setja inn auglýsingu, og þú getur auðveldlega uppfært hana eða tekið hana úr birtingu hvenær sem er.
Á flakkid.is er allt á einum stað, í stað þess að þurfa að halda utan um marga Facebook-pósta í ólíkum grúppum. Á Flakkinu er auglýsingin þín vel upp sett og skýr fyrir aðra sem sjá hana, þú færð sér link fyrir þína auglýsingu sem þú getur svo deilt áfram hvert sem er.

Hvort sem þú ert að flytja í nám, vinna eða einfaldlega í leit að hlýrri vetri,
Flakkid.is gerir leitina að húsnæði einfaldari, skipulagðari og miklu þægilegri 💛
👉 Stofnaðu aðgang hér og skráðu ósk um leigu á Flakkinu!



