Hvernig er veðrið þarna um jólin, eða í júli?
Hvernig ætli veðrið sé þarna í október? En í Júní? Hvaða föt á ég á pakka? Ætli það sé kalt þarna á kvöldin?
..hver kannast ekki við þessar spurningar þegar farið er á nýjar slóðir?
Það getur því verið hjálplegt að sjá hvernig veðrið á áfangastaðnum var þar í fyrra í sama mánuði, þó veðrið er breytilegt frá ári til árs sérstaklega undanfarið, að þá gefur það okkur samt sem áður ágætis hugmynd um við hverju má búast.
Síða sem við höfum notast við til að skoða veðrið aftur í tíma er timeanddate.com
Þú skrifar heitið á borginni eða bænum sem þú vilt skoða, í reitinn sem er hægra megin þar sem græni bakgrunnurinn er.

Til dæmis ef þú ert á leið til Tenerife um jólin og ert að spá hvernig veðrið var þar í fyrra í desember þá getur þú skoðað það þar.

Þar er hægt að velja hvaða mánuð sem er, síðustu ár og sjá hvernig veðrið var.

Þarna sérðu veðrið fyrir hvern dag, til að sjá næstu daga þarf að smella á örvarnar sitthvoru megin við dagana, eða swipe-ar til hliðar.
Það er líka hægt að sjá meðalhitann yfir mánuðina í veður appinu í iPhone (það er örugglega svipað í samsung símum)



Ef þú opnar veður appið og skrollar niður sérðu boxið um "average daily high" og smellir á það til að skoða það betur. Þar sérðu meðal hitann fyrir veðrið í dag og ef skrollað er svo niður sést meðal hitinn yfir alla mánuðina
Það er fínt að skoða veður appið fyrir yfirlit yfir meðal hitann en timeanddate.com er betri til að fá nánari upplýsingar um veðurspána langt aftur í tímann, niður á mánuði, dag og tíma.



