
24. október 2025
Hvernig er veðrið þarna um jólin, eða í júli?
Ertu á leið í ferðalag á nýjar slóðir og ekki viss hvernig veðrið er og hvað á að pakka? Hér er hvernig við skoðum veðrið aftur í tímann.
Velkomin til Rapale í Toskana, fallegt lítið þorp í miðaldakastala, þar sem tíminn stendur kyrr og sálin nærist í ró og fegurð. Rapale er töfrandi staður umkringdur grænum hæðum með ólífutrjám, sýprustrjám og vínið. Staðsett í 500 metra hæð yfir sjávarmáli nálægt Chianti Senese og hefur útsýni í 360° yfir dali með sveitabæjum, þorpum og kastölum.
Rétt hjá íbúðinni undir bogum fornra múranna er falleg verönd með útsýni yfir Siena, stórkostleg sólsetur og stjörnubjörtum nóttum. Að dvelja í þessu litla miðaldaþorpi mun heilla þa sem elska náttúruna, kyrrð og ró og fórna sögu Ítalíu. Rapale er vel staðsett til að heimsækja nálægar listaborgir með söfnum og sögu, mat og víni: Siena, Monteriggioni, Arezzo, Flórens, Pienza, Montepulciano, Cortona og hinn dásamlegi dalur Val d'Orcia ásamt mörgum öðrum heillandi þorpum.
Það er einnig nálægt Umbria héraði, Assisi, Perugia og Trasimeno vatni þar sem hægt er að leigja hjól og hjóla um svæðið. Toskana er rík af hefðum og fornum viðburðum eins og Palio hedtakappreiðunum á Piazza del Campo í Siena, Sárasta á Piazza Grande í Arezzo og sögulegi fótboltinn á Piazza Santa Croce í Flórens. Rapale er frábær upphafsstaður fyrir hjólaferðir eftir malarvegum til nálægra áfangastaðar, gönguferðir eða hestaferðir ( hestaleiga aðeins 4 km frá Rapale) Hægt er að fara í vínsmökkun til dæmis í Montepulciano og Montalcino svo eitthvað sé nefnt en af nógu er að taka í þeim efnum á Ítalíu svo ekki sé talað um góðan mat og veitingastaði.
Rapale er stutt frá Rapolano Terme og jarðböðunum Terme San Giovanni, Terme Antica Querciolaia. Í Rapale sjalfueru engir veitingastaðir eða kaffibarir en þeir eru aðeins í 10 mínútna akstursfjarlægð. Í íbúðinni er auðvitað fullbúið eldhús til afnota.
Matvöruverslanir og helstu nauðsynjar eru í Ambra, 10 mínútna akstursfjarlægð frá Rapale, 15 mínútur til Castelnuovo Berardenga og 15 mínútur til Rapolano Terme. Við mælum með að leigja sér bíl meðan á dvölinni stendur. Hægt er að komast til Rapale með bíl frá A1 hraðbraut með útgönguleið Valdarno og þaðan eru 30 mínútur til Rapale, eða með Siena/Perugia þjóðveginum með útgönguleið Colonna del Grillo og þsð eru 10 mínútur.
Siena er í 35 mínútna fjarlægð, Arezzo 45 mínútur, Flórens og Perugia rúman klukkutíma og Róm 2,5 klukkutíma. Íbúðin Contadino er með 2 svefnherbergi og rúmar 4 manns, 2 baðherbergi, rúmgóð stofa og eldhús. Ókeypis WiFi.
Sundlaugin er í sameign og deilist með hinum íbúunum, þar er fallegt útsýni og gott að kæla sig þegar heitt er í veðri, þar er líka útisturta. Sundlaugin er ekki upphituð. Bílastæði á torginu eða götunni nálægt íbúðinni.
Í Rapale búa líka nokkrir yndislegir kettir sem öllum 16 íbúum Rapale og ferðamönnum þykir vænt um og þeir eru á vappi um svæðið. Í nærliggjandi þorpum og Valdambra -dal eru kaffibarir, krár og veitingastaðir sem bjóða upp á besta hefðbundna og margrómaða ítalska matargerð.

24. október 2025
Ertu á leið í ferðalag á nýjar slóðir og ekki viss hvernig veðrið er og hvað á að pakka? Hér er hvernig við skoðum veðrið aftur í tímann.

12. október 2025
Afhverju að setja inn auglýsingu um ósk um leigu á Flakkid.is? Fullkomið fyrir námsmenn, fjölskyldur og þá sem ætla að eyða vetrinum úti í sólinni.